Vefsvæði Svæðisskipulags miðhálendis Íslands 2015

13.10.2011 | 13.27
Vefsvæðið inniheldur gögn Svæðisskipulags miðhálendis Íslands 2015 og samvinnunefndar miðhálendisins. Á miðhálendinu er í gildi svæðisskipulag sem staðfest var 1999 með áorðnum breytingum á grundvelli þágildandi skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Svæðisskipulagið tekur til miðhálendisins eins og það var afmarkað af sérstakri samvinnunefnd miðhálendisins. Samvinnunefndin fór með gerð og framfylgd svæðisskipulagsins. Samvinnunefnd miðhálendis lauk störfum við gildistöku skipulagslaga nr. 123/2010 1. janúar 2011.

Svæðisskipulag miðhálendisins

24.3.2011 | 13.10
Í skipulagslögum nr. 123/2010 er gert ráð fyrir að landsskipulagsstefna feli í sér stefnu um skipulagsmál á miðhálendi Íslands og komi í stað svæðisskipulags fyrir miðhálendi Íslands. Umhverfisráðherra mun leggja fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu. Þar til landsskipulagsstefna hefur verið samþykkt mun Skipulagsstofnun gæta þess að aðalskipulag sveitarfélaga sé í samræmi við svæðisskipulag miðhálendis Íslands og þá stefnumörkun sem þar kemur fram. Sjá heimasíðu Skipulagsstofnunar - skipulagsstofnun.is

Samvinnunefnd um miðhálendi Íslands | Skúlagata 21 | 101 Reykjavík | Sími 561 5175 | halendi@halendi.is